
Vaknarðu þreytt – jafnvel þó þú hafir sofið? Áttu erfitt með að sofna eða ná djúpri hvíld?
Finnst þér hugurinn oft vera þokukenndur? Er stundum erfitt að einbeita sér eða ná utan um daginn?
Ertu uppspennt í huga og líkama? Áttu erfitt með að slaka á og ert lengi að ná jafnvægi eftir álag og streitu?
Ertu gjörn á að vera gagnrýnin á sjálfa þig? Finnst þér stundum að það sem þú gerir sé aldrei alveg nóg?
Langar þig að finna aftur ró og léttleika, en veist ekki hvar þú átt að byrja?
...Líkaminn þinn er ekki að bregðast - en hann er að breytast.
Gömlu aðferðirnar virka ekki lengur EN það eru til leiðir sem styðja þig á þessu æviskeiði.
Dagur 1 – Hvers vegna er ég komin úr takti við sjálfa mig?
Hvað er að gerast á breytingaskeiði og á árunum eftir það– og hvers vegna virka gömlu aðferðirnar ekki lengur?
Þú færð innsýn í breytingar á hormónum og taugakerfi sem oft liggja að baki svefntruflunum, orkuleysi og skapbreytingum svo að þú getir byrjað að sjá líkamann í nýju ljósi með meiri skilning og umburðarlyndi gagnvart sjálfri þér.
Dagur 2 – Litlar breytingar geta haft mikil áhrif
Hvernig daglegar venjur hafa áhrif á líkama, huga og líðan.
Þú kynnist einföldum skrefum sem róa taugakerfið, minnka innri spennu og auka jafnvægi. Þú lærir leiðir til að standa með sjálfri þér, gefa sjálfri þér rými og vera stærri en áskoranirnar sem þú glímir við. Svo þú getir strax fundið meiri orku, frið og léttleika í daglegu lífi.
Dagur 3 – Fyrstu skrefin í átt að meiri ró og styrk
Hvernig þú getur byrjað að skapa takt sem styður þig í daglegu lífi.
Nú ertu komin með betri yfirsýn og skilning á því af hverju breytingar geta verið áskorun og hvernig litlar daglegar venjur geta orðið grunnur að dýpri umbreytingu. Þú horfir út um opnar dyr og ferð út með skýr fyrstu skref sem gefa þér meiri ró, styrk og trú á að þú getir byggt upp jafnvægi og venjur sem styðja þig áfram.

Þú finnur fyrir einkennum á breytingaskeiði eins og þreytu, svefntruflunum, kvíða eða heilaþoku - og vilt kynnast einföldum náttúrulegum leiðum til að létta á einkennum.
Þú ert komin yfir breytingaskeiðið en upplifir enn breytingar í líkama eða líðan sem þú átt erfitt með að setja í samhengi – og vilt meiri skýrleika.
Þú ert ekki byrjuð á breytingaskeiði en vilt skilja betur hvað er framundan
Þú upplifir orkuleysi, sjálfsgagnrýni eða einbeitingarskort og það sem virkaði áður gerir það ekki lengur.
Þig vilt heyra reynslu annarra kvenna og finna styrk í samfélagi með konum á svipaðri vegferð
Þú vilt nálgast þennan tíma sem tíma vaxtar og valdeflingar en ekki sem hnignun.
Lífið sem við lifum hefur fært okkur fjær náttúrunni og hvert öðru. Um leið fjarlægjumst við líkamann og þá visku sem hann býr yfir. Við höfum lært að líta á líkamann sem verkefni - eitthvað sem þarf að laga.
En líkaminn veit hvernig hann á að sigla í gegnum breytingar.
En stundum þurfum við stuðning við að skilja merkjamál hans upp á nýtt og hlusta eftir því hvað hann þarf.
Þegar við lærum að treysta líkamanum að nýju, opnast dyr að ró, seiglu og orku sem býr í okkur öllum.


Ég hef öðlast meiri skilning á því hvernig líkaminn virkar.
Ég er loksins að sjá mynstrin og átta mig betur á hlutunum.
Helga Ævarsdóttir
Ég var efins um að ég hefði orku til að gera breytingar. En það voru óþarfa áhyggjur.
Kristín Pétursdóttir
Skráðu þig á frítt netnámskeið: 27. 28. og 29. janúar kl 17.30