Töfrar fyrir taugakerfið

Viltu kynnast leiðum til að finna ró og jafnvægi í eigin líkama?

4 vikna námskeið fyrir konur á breytingaskeiði

sem hægt er að taka á eigin hraða

Tengdu við dýptina í þér og finndu

lífsorkuna streyma inn í líkamann

Er taugakerfið orðið

viðkvæmara en áður?

  • Finnst þér þú stundum vera eins og hengd upp á þráð og annað hvort á undan eða eftir sjálfri þér?

  • Ertu að reyna að ná utan um sjálfa þig á meðan lífið togar þig í margar áttir?

  • Ertu orðin viðkvæmari gagnvart streitu en áður og langar að læra að höndla betur álag?

  • Er meltingin þín orðin viðkvæmari en hún var?

  • Óskarðu þess stundum að kunna leiðir til að finna frið og jarðtengingu, sama hvað er að gerast í kring um þig?

  • Myndirðu vilja fá stuðning og leiðsögn til að komast af stað í að skapa þér nærandi lífstíl?

     

Töfrar fyrir taugakerfið

Lærðu að hlúa vel að sjálfri þér

  • Um grunnatriði taugakerfisins

    og hvernig við getum stutt það með einföldum aðferðum. 

  • Leiðir fyrir aukna ró og friðsæld

    Þú færð innsýn í hvernig þú getur skapað innra öryggi og ró með öndunaræfingum, meðvitaðri hreyfingu og einföldum lífsstílsvenjum.

  • Í byrjun hverrar viku

    færðu rútínu til að fylgja daglega.

  • Einföld og áhrifarík verkfæri

    Þú kynnist verkfærum sem styðja þig í að hlúa að taugakerfinu, viðhalda jafnvægi og efla tilfinningu fyrir öryggi.

     

Af hverju að beina athyglinni að taugakerfinu?

Taugakerfið er eins og „miðlægur stillingarstrengur“ fyrir líkamann og hefur áhrif á hvernig okkur líður, hvernig við hugsum og hvernig við bregðumst við áskorunum lífsins.

Þegar taugakerfið er í jafnvægi finnum við öryggi, ró og orku. Þegar það er úr jafnvægi getum við upplifað streitu, kvíða og líkamlega spennu.

Taugakerfi og hormónakerfi eru nátengd. Með því að vinna með taugakerfið hefurðu líka áhrif á hormónajafnvægi.

Á þessu námskeiði færðu innsýn í leiðir til að næra taugakerfið til að bæta líðan þína frá grunni.

Þetta námskeið

er fyrir þig ef...

  • Þú finnur fyrir streitu eða kvíða eða ef þú átt erfitt með að slaka á . 

  • Þú vilt fá verkfæri til að róa huga og líkama.

  • Þig langar að skilja betur hvernig taugakerfið hefur áhrif á líðan þína og hvernig þú getur nært það. 

  • Þú hefur heyrt um nýjustu kenningar varðandi taugakerfið og langar að vita meira. Og ef þú vilt læra hvernig þú getur nýtt þessa þekkingu á einfaldan hátt í daglegu lífi.

  • Þú vilt skilja hvernig næring, jafnvægi og hreyfing geta stutt við taugakerfið.

  • Þú leitar að einföldum, árangursríkum venjum til að byggja upp öryggi, gleði og meiri orku í lífi þínu.

Hvernig er námskeiðið byggt upp?

Í hverri viku kynnist þú einföldum og áhrifaríkum verkfærum til að hlúa að taugakerfinu, viðhalda jafnvægi og efla tilfinningu fyrir öryggi.

Dagleg rútína til að fylgja í byrjun hverrar viku.

Þú getur tileinkað þér efnið á þínum hraða.

Stuðningur: Stuðningsfundur á Zoom.

4 vikur: Skref fyrir skref

Öryggi

og samhljómur

  • Fræðsla um taugakerfið og hvernig við getum skapað tilfinningu fyrir öryggi og vellíðan. 

  • Öndunaræfingar til að róa og styrkja taugakerfið

Nærum taugakerfið

Finnum jafnvægi

  • Hvernig næring styður við jafnvægi í taugakerfinu.

  • Uppskriftir og einföld næringarráð fyrir jafnvægi og til að stuðla að ró í taugakerfinu.

Líkamsvitund

og öndun

  • Að hlusta á líkamann og byggja upp innra öryggi og tengingu.

  • Mjúk hreyfing til að opna orkuflæðið.

Sæl, ég heiti Guðrún

Ég býð upp á stuðning og fræðslu fyrir konur á breytingaskeiði. Ég hef starfað við heildræna heilsuráðgjöf í um 30 ár auk þess að kenna jóga og leiðir til að auka líkamsvitund og styrkja tengslin milli hugar og líkama.

Á þessum tíma hef ég sótt mér heilmikla menntun á sviði heildrænnar heilsu og líkamsvitundar, markþjálfunar, jóga og náttúrulækninga.

Í gegn um mína vinnu og eigin reynslu hef ég öðlast góða innsýn í breytingaskeiðið og þau tækifæri sem þar leynast. Í mínum huga er líkami okkar meira en bara læknisfræðilegt fyrirbæri og hann kann þá list að sigla í gegn um breytingar betur en við getum ímyndað okkur.

Að loknu námskeiði ertu komin með

  • Verkfæri til að róa og styðja við taugakerfið þitt.

  • Nýjan skilning á því hvernig þú getur skapað öryggi í líkama og huga.

  • Hagnýtar öndunaræfingar, róandi hreyfingu og innsýn inn í næringu sem styður þig í að skapa jafnvægi og ró.

  • Verkfæri til að efla sambandið við líkamann og aukinn innri styrk og vellíðan.

  • Þú hefur aðgang að efninu áfram og getur tekið innihaldið inn á þínum hraða. 

Verð: 33.000

Leið að innri ró og jafnvægi

Töfrar fyrir taugakerfið gefur þér dýpri skilning á taugakerfinu þínu og opnar dyr að aukinni innri kyrrð og slökun. 

Venjur sem næra þig, gefa þér skýrari og ferskari huga og aukna friðsæld.

Tækifæri til að endurnýja sambandið við sjálfa þig og byrja að skapa þér aukið jafnvægi í tilfinningum og skýrari huga.

Lærðu leiðir til að hlúa að sjálfri þér og auka ró og jafnvægi með einföldum, áhrifaríkum æfingum.