Svefntruflanir og hitakóf á breytingaskeiði?

Frítt örnámskeið fyrir konur sem vilja skilja líkama sinn betur og læra náttúrulegar leiðir til að róa hormónakerfið, sofa betur og draga úr hitakófum.

Vellíðan á breytingaskeiði

Það sem þú færð út úr þessu örnámskeiði:

  • Skýringu á muninum á hitakófi og nætursvita – og hvað líkaminn er að segja þér

  • Innsýn í það hvernig hormón, blóðsykur og lífsstíll hafa áhrif á einkennin

  • Einfalda, milda nálgun til að styðja líkama og taugakerfi

  • Skref í átt að meiri ró, orku og vellíðan - og bættum svefni.

Þú getur gert meira

en þú heldur

Litlar breytingar í dag geta haft mikil áhrif á svefn, orku og lífsgæði.

Þegar þú skilur hvað er í gangi í líkamanum færðu sjálfstraust og og hvöt til að gera þær breytingar sem þarf til að aðlagast nýjum fasa í lífinu.

Um leið og þú ferð að sofa betur verður lífið auðveldara. Þú ferð að sjá lausnir sem þú sást ekki áður og lífið verður bjartara og skemmtilegra.

Þú færð námskeiðið sent beint í pósthólfið þitt og getur horft þegar þér hentar.


Skráðu þig hér að neðan – og byrjaðu að bæta svefn og vellíðan í dag.