Endurheimtu svefninn

í vinsemd við líkamann

Frítt námskeið fyrir konur á miðjum aldri

sem glíma við svefntruflanir

Lærðu hvað þú þarft til að vakna

úthvíld og endurnærð

Netnámskeið, fimmtudaginn 4. sept. kl 17.00

Ertu orðin þreytt á að vera þreytt?

  • Eru svefnlausar nætur og lítil orka að ræna frá þér einbeitingu og lífsgleði?

  • Glímirðu við fyrirtíðahvörf / breytingaskeið og hitakóf eða nætursvita sem trufla svefninn?

  • Finnurðu fyrir kvíða, skapsveiflum eða verkjum vegna svefnskorts?

  • Ertu að nota kaffi eða sykur til að halda þér gangandi í gegn um daginn?

Heit böð og minna kaffi eru skammtímalausnir

Ef þú hefur átt erfitt með svefn yfir lengri tíma þá hefurðu væntanlega reynt ýmislegt.

Þú ert kannski búin að prófa að drekka ekki kaffi eftir hádegi, fara í heitt bað og draga úr skjánotkun fyrir svefntíma, taka réttu bætiefnin, sofa í svölu herbergi, en ekkert virðist duga. Að minnsta kosti ekki til lengdar. 

Svefnvandamál eru ekki þér að kenna. Og þú ert ekki ein.  

Þú átt það skilið að sofa djúpt og vel. Það er hægt. Finnum leið í sameiningu.

Það sem þú lærir á námskeiðinu

  • Hvað truflar svefn kvenna yfir fertugt – svo þú getir skilið hvað líkaminn þarf og hætt að efast um sjálfa þig

  • Leiðir til að sofna hraðar og sofa betur – svo þú getir vaknað úthvíld og mætt deginum með meiri orku og ró

  • Hvernig taugakerfið og líkamsvitund hafa áhrif – svo þú getir stutt þig á heildrænan hátt. Ekki bara reynt að laga einkenni.

  • Af hverju hefðbundin svefnráð duga ekki alltaf – svo þú getir fundið hvað raunverulega virkar fyrir þig og líkama þinn

Þetta námskeið er fyrir þig ef...

  • Þú ert 40 ára eða eldri og átt erfiðara með svefn en áður – vaknar oft eða nærð ekki að sofna

  • Þú upplifir þreytu, kvíða, skapsveiflur eða einbeitingarskort vegna svefnleysis

  • Þú hefur prófað ýmislegt en finnur engan varanlegan árangur.

  • Þú ert komin með nóg af því að vakna þreytt og vilt finna lausn sem virkar

  • Þú ert tilbúin að skoða svefninn í nýju ljósi – í samvinnu við líkamann.

Líkaminn er vitur vera

Lífið sem við lifum hefur fært okkur fjær náttúrunni og hvert öðru. Þar af leiðandi höfum við fjarlægst líkamann og þá visku sem hann býr yfir.

Við lærum að líta á líkamann sem eitthvað sem þarf að laga.

Þessi skortur á tengslum við okkur sjálf og aðra hefur leitt af sér aukinn kvíða, þunglyndi, einmanaleika og streitu.

Svefntruflanir eru ekki eitthvað sem við leysum bara með réttum svefnvenjum eða með því að þvinga líkamann inn í fyrirfram ákveðinn takt.

Við þurfum að finna aftur okkar náttúrulega takt og læra að treysta líkamanum að nýju.

Lífið sem við lifum hefur fært okkur fjær náttúrunni og hvert öðru. Þar af leiðandi höfum við fjarlægst líkamann og þá visku sem hann býr yfir. Við lærum að líta á líkamann sem eitthvað sem þarf að laga.

Þessi skortur á tengslum við okkur sjálf og aðra hefur leitt af sér aukinn kvíða, þunglyndi, einmanaleika og streitu.

Svefntruflanir eru ekki eitthvað sem við leysum bara með réttum svefnvenjum eða með því að þvinga líkamann inn í fyrirfram ákveðinn takt.

Við þurfum að finna aftur okkar náttúrulega takt og læra að treysta líkamanum að nýju.

Sæl, ég heiti Guðrún

Ég þekki það af eigin raun hvernig það er að fá ekki nægan svefn. Og það er mér mikið hjartans mál að styðja konur í að sofa betur og í að endurheimta jafnvægi og takt.

Ég hef starfað við heildræna heilsuráðgjöf í um 30 ár, auk þess að kenna jóga, andlega rækt og leiðir leiðir til að styrkja tengslin milli hugar og líkama. Að rifja upp hvernig það er að treysta og heiðra visku líkamans. Hann kann þá list að sigla í gegn um breytingar betur en við getum ímyndað  okkur.

Um leið og þú ferð að sofa betur verður allt auðveldara. Þú ferð að sjá lausnir sem þú sást ekki áður og lífið verður bjartara og skemmtilegra.

Netnámskeið: 4. sept. kl 17 - 19