Það er ekki komin dagsetning á næsta námskeið, en ef þú skráir þig á biðlistann, þá sendum við þér skilaboð og þú færð tækifæri á að skrá þig um leið og opnað verður fyrir skráningar.
Finnst þér hugurinn þokukenndari en áður og erfiðara að einbeita þér?
Áttu erfitt með að njóta þess sem áður gaf þér gleði — hvort sem það er að hitta fólk eða einfaldar stundir með fjölskyldunni?
Finnst þér stundum eins og þú sért að týna þér sjálfri og hafir misst taktinn við lífið?
Ertu vön að vera orkumikil og framtakssöm en hefur núna bara rétt orku fyrir vinnu og varla meira en það?
Er sjálfsgagnrýnin orðin háværari og rænir frá þér orku?
Viltu fara í gegnum breytingaskeiðið með fókus á tækifæri og möguleika fremur en einkennin?
Það er ekkert skrýtið þó við förum að velta því fyrir okkur hvort þetta verði bara alltaf svona.
En það er til leið út úr þokunni.
Ef þú þráir að komast aftur í jafnvægi, innri sátt og vellíðan án þess að grípa til skyndilausna, sem henta þér ekki, þá ertu ekki ein.
Í dag vitum við að breytingaskeiðið er ekki hnignun heldur nýr kafli í lífinu. Sem kallar á nýjar leiðir.
Þú veist í raun hvað þú þarft að gera – en samt er eins og það nái ekki alla leið inn í daglegt líf.
Tækifæri til að staldra við, hlusta og finna nýjan takt í lífinu — takt sem nærir þig í stað þess að tæma.
„Ég er rólegri og meira í núinu — og veit hvað ég get gert til að minnka einkennin – bæði líkamlega og andlega.“
Kristín Pétursdóttir
Að tengjast líkamanum á ný og finna hugann verða skýrari, með meira rými fyrir ró og innsæi.
Að geta hvílt í því sem þú ert að gera án samviskubits.
Að setja heilbrigð mörk með mildi og finna hugrekkið sem býr í líkamanum.
Að endurheimta gleði og forvitni — og jafnvel fara að brosa af engu tilefni.
Að vera í kringum annað fólk án þess að týna þér, heldur finna þínar eigin þarfir jafnframt.
Að slaka á spennu í líkamanum og finna léttleika og orku streyma frjálsar.
Ég er rólegri gagnvart svefninum, orkan er jafnari og mér gengur betur að setja mörk.“
Ásta María Hjaltadóttir
Meðalaldur breytingaskeiðs er 51 ár. Meðallífslíkur kvenna á Íslandi eru 84 ár. Þá gætum við átt eftir minnst 30 ár. Einn þriðja ævinnar. Hvernig viltu hafa lífið næstu árin og áratugina?
Að taka þátt í námskeiðinu gerði það að verkum að ég lít breytingaskeiðið jákvæðum augum og er nú með fullt af verkfærum í kistunni til að styðja við þessa vegferð.
Hugleiðslan sem þú ert með er öðruvísi en ég hef verið að gera. Hún gerir mikið. Eins og maður sé að losa sig við drasl.
Þú ert að finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins — eða vilt koma þér í gott jafnvægi og fyrirbyggja einkenni.
Þú hefur lokið breytingaskeiði og vilt finna finna leið til að blómstra á þessum nýja kafla í lífinu.
Þú vilt skilja betur hvað líkaminn þarf núna, fá stuðning og verkfæri til að auka orku og finna jafnvægi.
Þú ert tilbúin að stíga lítil skref sem safnast smám saman upp í varanlegar breytingar.
Þú vilt vera hluti af samfélagi kvenna sem deila reynslu sinni, styðja hvor aðra og skapa samstöðu.
Þú finnur fyrir þrá eftir dýpra sambandi við sjálfa þig, lífið og aðrar manneskjur.
Þú ert að leita að skyndilausn án þess að vilja skoða dýpri breytingar sem styðja við heilsu og vellíðan.
Þú ert ekki opin fyrir því að prófa litlar lífstílsbreytingar eða nýjar leiðir.
Það eina sem hindrar okkur í að ná árangri eru okkar eigin hugmyndir um okkur sjálfar og takmörk okkar eða tækifæri
Bara þú getur gert alvöru úr markmiðunum þínum.
Námskeiðið skiptist í sex lotur; hver lota er tvær vikur. Þú lærir að kortleggja taugakerfið og hvað þú þarft til að koma því í jafnvægi og byggja upp seiglu. Um meltingu og mataræði sem styður þig á breytingaskeiði og eftir það. Og verkfæri sem hjálpa þér að auka orku, kyrra hugann og bæta einbeitingu.
Á námskeiðinu færðu sambland af fræðslu, hagnýtum æfingum og lifandi stuðningi: Hreyfing • öndun • innri hlustun • vikuleg leiðsögn & fræðsla • hvetjandi kvennahringur
Vikulegir fyrirlestrar
Fræðsla sem hjálpar þér að skilja betur hvað er að gerast á breytingaskeiðinu — og hvernig þú getur brugðist við á náttúrulegan og nærandi hátt.
Hreyfing, öndun og hugleiðsla
Æfingar fyrir líkama og taugakerfi sem róa hugann, styðja svefn og auka orku og koma jafnvægi á taugakerfið. Þú færð upptökur í mismunandi lengd svo þú getir valið það sem hentar þér best hverju sinni.
Hugarfar og lífsstefna
Samtal og einföld verkfæri sem hjálpa þér að endurskoða hugarfar, styrkja sjálfstraustið og móta skýrari stefnu fram á við.
Vikulegir Zoom fundir
Þar sem þú getur spurt spurninga, fengið stuðning og tengst öðrum konum á sömu vegferð. Upptökur eftir hvern tíma til að hlusta á ef þú missir úr tíma.
Samfélag kvenna
Það ætti engin kona að ganga ein í gegnum breytingaskeiðið. Hér færð þú öruggt rými í félagsskap annarra kvenna sem styðja og hvetja þig.
Hlé yfir jólin (2 vikur):
Ekkert nýtt kennsluefni né zoom tímar. En áfram stuðningur og aðgangur að öllu kennsluefninu. Þannig að í raun er námskeiðið 14 vikur.
Þegar þú skráir þig á námskeiðið færðu ekki aðeins 12 vikna námskeiðið sjálft — heldur líka þessi gagnlegu viðbótarverkfæri sem styðja þig á leiðinni:
Staðfesting og aðgangur: Tölvupóstur með staðfestingu og aðgangi að námssvæðinu + fyrstu skrefum.
Efni og upptökur: Stuttar kennslur og æfingar sem þú getur byrjað á strax. Allt efni er aðgengilegt á sama stað.
Samfélag og stuðningur: Aðgangur að öruggu rými til spurninga, hvatningar og deilingar.
Bónus: Að anda er að lifa — örnámskeið um öndun (aðgangur strax).
Aðstoð: Spurningar? [email protected]
Blómstraðu á breytingaskeiði: 12 vikna námskeið fyrir bætta líðan á breytingaskeiði.
Námskeiðið er ekki bara aðferð heldur stórt skref í áttina að því að koma jafnvægi á líf þitt á breytingaskeiði. Ef þú ert tilbúin byrja að setja sjálfa þig, heilsu og vellíðan í fyrsta sæti þá færðu hér það sem þú þarft.
Mín aðferð byggir ekki á hormónum eða lyfjum. En getur samt vel nýst þér ef þú ert að taka hormónaupbót eða lyf. Hvaða leið sem þú velur að fara þá er nauðsynlegt á þessu æviskeiði að skoða lífsstílinn og bæta lífsgæðin.
12 vikna námskeið með vikulegum fyrirlestrum og Zoom fundum (upptökur ef þú missir af)
Æfingar, öndun og upptökur sem styðja orku og ró í daglegu lífi
Stuðningur og samfélag kvenna á sömu vegferð
Aukaverðmæti í formi viðbóta sem nýtast þér áfram
Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið. Athugaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Ég gaf mér svigrúm og tækifæri til að hafa mig framar í forgangsröðunni.
Mér finnst æfingarnar frábærar á morgnanna og öndun skiptir miklu máli.
Guðrún var frábær leiðbeinandi og gaf sig alla í þetta. Svo hvetjandi, vel undirbúin og jákvæð.
Það er bara svo margt gott og fallegt við námskeiðið sem vekur mig til umhugsunar, bæði um mig og lífið almennt. Breytingaskeiðið er þvílíkt breytingaskeið sem tekur tíma að vinna úr.
Námskeiðið er ferðalag inn á við 🩷 Vel uppsett námskeið og góðar leiðbeiningar að fara eftir. Mæli með.
Það er til tilvitnun í Hugh Laurie þar sem hann segir "Mér finnst það hræðileg synd að bíða þangað til þú ert tilbúin. Það er ekki til neitt sem heitir að vera tilbúinn. Það sem er til er bara hér og nú. Og það er kannski alveg eins gott að gera hlutina núna. Svona almennt þá er núna bara nokkuð góður tími".
Þegar við segjum að við séum ekki tilbúin þá eru oft ótti og fullkomnunarárátta kraumandi undir niðri. Ótti við að mistakast, ótti við að vera ekki nógu góð, ótti við að vera dæmd, ótti við að eitthvað verði of mikið.
En það er líka eitthvað spennandi við það að taka stökkið. Að trúa á sjálfa sig, áður en rökhugsunin tekur yfir.
En jafnvel þó rökhugsunin nái yfirhöndinni, þá myndi hún líklega styðja þig. Hún myndi líklega hafa orð á því að það að næra líkamann og koma jafnvægi á hormónin og heilsuna, með stuðningi samfélags sem vill líka gera það sama, sé kannski ekki svo vitlaus hugmynd.
Ég lít breytingaskeiðið jákvæðum augum og er nú með fullt af verkfærum í kistunni.“
Fjóla Héðinsdóttir
Námskeiðið er 12 vikur, skipt niður í 6 lotur (tvær vikur hver). Hver lota leggur áherslu á lykilþætti eins og taugakerfið, hormónaheilbrigði, næringu/meltingu, hvíld & svefn og tilfinningalega vellíðan. Í hverri lotu eru stuttir fyrirlestrar, verklegar æfingar og leiðsögn til að innleiða breytingar í smáskrefum.
Þú ert leidd í gegnum ferðalagið með persónulegum stuðningi og þjálfun, þar sem þú færð tækifæri til að fá svör við spurningum og speglun á þinni vegferð. Þetta er djúpt umbreytandi ferðalag, hannað til að styðja þig í að skapa raunverulegar breytingar í daglegu lífi.
Það tekur um 1-2 tíma í hverri viku að horfa á myndböndin, ljúka æfingum og íhuga efni hverrar lotu. Námskeiðið er hannað til að passa inn í annasamt líf, og með breytingum sem þú getur innleitt á þínum hraða.
Nei, engin fyrri þekking er nauðsynleg! Námskeiðið er opið öllum og ég gef góðar útskýringar svo þú getir aðlagað hlutina að þér og þínum þörfum
Já flest stéttarfélög styrkja námskeiðið. Það getur bæði fallið undir sjálfshjálparnámskeið, hreyfingu og fleiru í þá áttina.
Zoom tímarnir eru teknir upp svo þú getur horft eftirá. Námskeiðið er sveigjanlegt og þú getur alltaf nálgast efnið á þínum tíma. Markmiðið er að ná árangri, ekki fullkomnun!
Blómstraðu á breytingaskeiði er einstakt vegna heildrænnar nálgunar og þess hvernig við vinnum með líkamann sem leiðarljós. Þú færð innsýn í líkamsgerðina þína og hvernig hún getur varpað ljósi á þarfir þínar á breytingaskeiðinu – ásamt öðrum einföldum, náttúrulegum leiðum til jafnvægis.
Það sem gerir námskeiðið öðruvísi er að þú ert ekki ein með efnið – þú færð leiðsögn, persónulegan stuðning og þjálfun alla leið. Við sameinum fræðslu, líkamsmiðaða iðkun og samfélag kvenna sem styður við þig á ferðalaginu.
Þetta er ekki skyndilausn heldur djúp umbreytandi vegferð í 12 vikum, þar sem þú byggir upp verkfæri og venjur sem skapa varanlega breytingu, jafnvægi og innri styrk.
Já. Þú hefur aðgang að samfélagi þar sem þú getur deilt reynslu þinni og fengið stuðning. Einnig verða tækifæri til að spyrja spurninga og fá sérstakar leiðbeiningar frá mér.
Það eru engar strangar mataræðisreglur. Námskeiðið veitir frekar leiðbeiningar um mat sem eflir orku, stuðlar að hormónajafnvægi og bætir meltingu út frá heildrænni nálgun. Þú færð hvatningu til að gera breytingar sem henta þér á þínum forsendum. Þú lærir að þekkja þína líkamsgerð og yfirleitt eru ráðin fyrir þína líkamsgerð líka eitthvað sem þú sækir í eðlislægt.
Já, námskeiðið er hannað til að vera styðja við aðrar leiðir, þar með talið hormónameðferð. Við leggjum áherslu á heildræna nálgun og lífsstíl sem styður við þig á þinni vegferð
Við tökum tveggja vikna jólahlé fyrir hvíld og samþættingu. Á þessu tímabili birtist ekkert nýtt efni, en þú hefur áfram aðgang að samfélaginu, upptökum og léttum stuðningi. Ég er tiltæk fyrir spurningar á netinu og þú getur valið styttri æfingar (öndun, jóga nidra, hugleiðslu) ef þú vilt halda mjúkum takti.
Hléið er hluti af námskeiðinu og kennsluvikurnar eru samt alls 12. Svo í raun er námskeiðið 14 vikur alls.
Vantar þig aðstoð eða ertu með spurningar? Sendu mér tölvupóst á [email protected]
Ef þú vilt getum við hist í stuttu netspjalli og farið yfir málin til að sjá hvort námskeiðið hentar þér.
Það sem við gerum fyrir okkur sjálfar gefur okkur möguleika á að eiga gott og spennandi líf. Við þurfum bara að gera nokkrar breytingar. Og NÚNA er rétti tíminn til þess.
Heilsan er okkar auður. Og meira eftir því sem við eldumst. Blómstraðu á breytingaskeiði er fjárfesting í heilsunni.
Okkar hlutverk á þessu stigi lífsins er að kynnast líkamanum betur og hlusta dýpra. Við erum búnar að eyða löngum tíma ævinnar í að þjóna öðrum, jafnvel á kostnað okkar eigin heilsu.
Ég býð þér með í ferðalag í samfélagi við aðrar konur á sömu leið.
Kemurðu með?