Blómstraðu

á breytingaskeiði

Úr svefnvanda, streitu og þreytu – í orku, sjálfstraust og innri ró.

12 vikna heildrænt endurnýjunarferðalag fyrir konur á miðjum aldri sem vilja blómstra á eigin forsendum.

Lærðu að stilla taugakerfið, treysta innsæinu og mynda seiglu.

Það er ekki komin dagsetning á næsta námskeið, en ef þú skráir þig á biðlistann, þá sendum við þér skilaboð og þú færð tækifæri á að skrá þig um leið og opnað verður fyrir skráningar.

Blómstraðu

á breytingaskeiði

12 vikur að endurnærandi svefni, stöðugri orku og sjálfstrausti í þinum takti.

Hreyfing • öndun • innri hlustun • vikuleg leiðsögn & fræðsla • hvetjandi kvennahringur

Blómstraðu

á breytingaskeiði

Úr svefnvanda, streitu og þreytu – í orku, sjálfstraust og innri ró.


Lærðu að stilla taugakerfið, treysta innsæinu og mynda seiglu.

12 vikna ferðalag fyrir konur á miðjum aldri sem vilja blómstra á eigin forsendum.

Ertu uppgefin en samt eins og hengd upp á þráð?

  • Finnst þér hugurinn þokukenndari en áður og erfiðara að einbeita þér?

  • Áttu erfitt með að njóta þess sem áður gaf þér gleði — hvort sem það er að hitta fólk eða einfaldar stundir með fjölskyldunni?

  • Finnst þér stundum eins og þú sért að týna þér sjálfri og hafir misst taktinn við lífið?

  • Ertu vön að vera orkumikil og framtakssöm en hefur núna bara rétt orku fyrir vinnu og varla meira en það?

  • Er sjálfsgagnrýnin orðin háværari og rænir frá þér orku?

  • Viltu fara í gegnum breytingaskeiðið með fókus á tækifæri og möguleika fremur en einkennin?

Verður þetta alltaf svona?

Þetta er spurning sem ég heyri oft hjá konum á breytingaskeiði. Þessi tími snýst nefnilega ekki bara um hitakóf. Hann snýst líka um að horfa í spegilinn og þekkja ekki konuna sem við sjáum...

Konuna sem gleymdi að hún átti að mæta á mikilvægan fund - sem man ekki orðin sem hún ætlaði að fara að segja. Sem frestar einföldustu hlutum. Sem er viðkvæm og stutt í tárin og jafnvel brestur í grát yfir engu. Eða sem missir þolinmæðina og rýkur upp án þess að hafa séð það fyrir. Sem er búin að missa alla kynlöngun.

Konuna sem áður hafði kjark og áræði en sem er núna farin að vantreysta sjálfri sér í nýjum aðstæðum.

Sem á allt í einu erfitt með að höndla margmenni og mikið áreiti.

Það er ekkert skrýtið þó við förum að velta því fyrir okkur hvort þetta verði bara alltaf svona.

Til þess að blómstra

þarftu

djúpar rætur

Þú ert ekki að glata sjálfri þér. Þú ert að stíga inn í nýjan kafla

Þegar við stöndum frammi fyrir ófyrirsjáanlegum einkennum og tilfinningum á miðjum aldri er auðvelt að gefast upp og finnast við ekki geta gert neitt.

En það er til leið út úr þokunni.

Ef þú þráir að komast aftur í jafnvægi, innri sátt og vellíðan án þess að grípa til skyndilausna, sem henta þér ekki, þá ertu ekki ein.

Í dag vitum við að breytingaskeiðið er ekki hnignun heldur nýr kafli í lífinu. Sem kallar á nýjar leiðir.

Þú veist í raun hvað þú þarft að geraen samt er eins og það nái ekki alla leið inn í daglegt líf.

Breytingaskeiðið er ekki hindrun heldur tækifæri

Tækifæri til að staldra við, hlusta og finna nýjan takt í lífinu — takt sem nærir þig í stað þess að tæma.

„Ég er rólegri og meira í núinu — og veit hvað ég get gert til að minnka einkennin – bæði líkamlega og andlega.“

Kristín Pétursdóttir

Sjáðu fyrir þér

  • Að tengjast líkamanum á ný og finna hugann verða skýrari, með meira rými fyrir ró og innsæi.

  • Að geta hvílt í því sem þú ert að gera án samviskubits.

  • Að setja heilbrigð mörk með mildi og finna hugrekkið sem býr í líkamanum.

  • Að endurheimta gleði og forvitni — og jafnvel fara að brosa af engu tilefni.

  • Að vera í kringum annað fólk án þess að týna þér, heldur finna þínar eigin þarfir jafnframt.

  • Að slaka á spennu í líkamanum og finna léttleika og orku streyma frjálsar.

Allt þetta er mögulegt

Mig langar að sýna þér hvernig
Það þarf ekki skyndilausnir, heldur mjúk skref, nýja sýn og stuðning sem hjálpar þér að treysta líkamanum á ný.

Blómstraðu á breytingaskeiði

12 vikna ferðalag úr þreytu og þoku í innri kyrrð, stöðuga orku og sjálfstraust

Ég bjó til þetta námskeið til að sýna fram á að breytingaskeiðið þarf ekki að vera barátta – heldur getur það orðið upphaf að nýjum kafla þar sem þú blómstrar.

Þetta er fyrir konur sem vilja:

Finna náttúrulegar leiðir til að létta á einkennum,

Skapa jafnvægi milli fjölskyldu, vinnu og eigin þarfa,

Tengjast líkamanum og viskunni sem hann býr yfir,

vaxa og rækta heilsu og hamingju.

Í stað þess að eltast við stök einkenni styður námskeiðið þig heildrænt – í líkama, huga og hjarta. Þú lærir að hlusta á líkamann, kyrra hugann og næra andann.

Umfaðmaðu þennan nýja kafla í lífinu með náttúrulegum lausnum sem styðja við alla þætti lífsins og við þá umbreytingu sem breytingaskeiðið kallar á. 

Ég er rólegri gagnvart svefninum, orkan er jafnari og mér gengur betur að setja mörk.“

Ásta María Hjaltadóttir

Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina?

Það góða við breytingaskeiðið er að það fær okkur til þess að endurskoða líf okkar. Fyrir margar okkar eru einkennin áminning um að skoða lífsstíl okkar, sambönd, starfsferil og streituvalda.

Og til að endurskoða alla þætti lífsins. Erum við hamingjusamar?

Meðalaldur breytingaskeiðs er 51 ár. Meðallífslíkur kvenna á Íslandi eru 84 ár. Þá gætum við átt eftir minnst 30 ár. Einn þriðja ævinnar. Hvernig viltu hafa lífið næstu árin og áratugina?

Sæl, ég heiti Guðrún

Ég hef í um 30 ár stutt konur í að næra heilsu og lífsgæði á heildrænan hátt. Sem jógakennari, markþjálfi og leiðbeinandi í líkamsmiðaðri sjálfsrækt hef ég kennt hundruðum kvenna að byggja brú á milli líkama og hugar, róa taugakerfið og skapa meiri orku og kyrrð í daglegu lífi.

Þrátt fyrir alla mína reynslu kom breytingaskeiðið mér í opna skjöldu. Svefninn truflaðist. Ég fór að fá fæðuóþol, bólgur og sýkingar. Og fann fyrir þreytu og hugurinn varð þokukenndur. Það varð erfiðara að slaka á og einbeita mér.

Ég reyndi ýmislegt en ekkert virtist hjálpa. Ég var farin að halda að ég þyrfti einfaldlega að sætta mig við þetta ástand.

Það sem breytti öllu var að læra að hlusta á líkamann, róa taugakerfið og gefa mér svigrúm til að finna nýjan takt.

Smám saman öðlaðist ég skýrari skilning á því hvað þarf til að konur geti farið í gegnum þetta skeið með meiri ró, jafnvægi og sjálfstraust.

Í dag veit ég að breytingaskeiðið krefst heildrænnar nálgunar – sem nærir bæði líkama, huga og hjarta. Þessi vegferð hefur ekki bara gefið mér betri svefn heldur líka dýpri tengingu við sjálfa mig.

Í dag leiði ég námskeið og viðburði þar sem ég býð konum að finna fyrir þessari tengingu – og læra að nýta sér verkfæri sem skapa jafnvægi, orku og kyrrð.

Ég glímdi við svefntruflanir í nær 10 ár ásamt kvíða og þreytu; var föst í svefnkvíða og langaði að sleppa við lyf.

Námskeiðið hjálpaði mér að breytai viðhorfum mínum til svefns og til sjálfrar mín. Að taka stutt skref, hlusta á líkamann og hægja á. Ég lærði að lesa ástand taugakerfisins og velja það sem stillir það og skapar vellíðan. Ég skil betur hvað líkami minn þarf, vel mataræði sem hentar mér og það sem almennt styður mig.


Ég er rólegri gagnvart svefninum, orkan er jafnari, mér gengur betur að setja mörk og sjálfstraustið er að koma til baka — svefninn dýpkar skref fyrir skref.

Fræðslan og samtölin í hópnum voru valdeflandi og gáfu mér trú á næstu skref. Guðrún er til staðar með hlýju, mildi og dýpt og gefur manni verkfæri án þess að þrýsta á eina rétta lausn. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir konur sem vilja læra að hlusta á líkamann sinn og finna sinn takt..

Ásta María Hjaltadóttir

Ég hafði lengi átt erfitt með svefn og var mjög þreytt. Ég glímdi við kvíða, þreytu, heilaþoku og hitakóf.

Ég var efins um að ég hefði orku til að gera breytingar. En það voru óþarfa áhyggjur.

Það var magnað að uppgötva líkamsgerðina mína og hversu mikið að þekkja hana getur hjálpað mér í daglegu lífi. Ég vissi ekki að mataræði hefði svona mikil áhrif á breytingaskeiðið, Ég veit núna hvað virkar fyrir mig til að draga úr einkennum — líkamlega og andlega.

Ég hef fundið fyrir minni streitu og upplifað djúpt þakklæti og gleði og verið meira sjálfri mér nóg. 

Öndunaræfingarnar hjálpa mér að slaka á og veita mér vellíðan. 

Það var ómetanlegt að vera umkringd konum í sömu stöðu, fá svör við spurningum sem mér lágu á hjarta og finna stuðning í hópnum. Hóptímarnir voru gott aðhald.

Ég er rólegri, meira í núinu og samviskubitið gagnvart því að sinna ekki öllum öðrum á undan mér hefur minnkað töluvert.

Kristín Pétursdóttir

Ég hef verið að glíma við mjög slæmar svefntruflanir, hitakóf og krónískar bólgur í líkamanum. Ég keyrði á vegg fyrir nokkrum árum. Svitaköstin voru hræðileg. Svefngæði  og úthald/orka yfir daginn hafa verið í lágmarki. Ég fór á hormón og þau hjálpa en þau leysa alls ekki allt.

Að taka þátt í námskeiðinu gerði það að verkum að ég lít breytingaskeiðið jákvæðum augum og er nú með fullt af verkfærum í kistunni til að styðja við þessa vegferð. 

Námskeiðið hjálpar mér að gera þær breytingar sem þarf. Ég finn strax mun þegar ég fer eftir því sem þú ráðleggur.

Hugleiðslan sem þú ert með er öðruvísi en ég hef verið að gera. Hún gerir mikið. Eins og maður sé að losa sig við drasl.

Guðrún hefur einstakt lag á að hvetja mann áfram á jákvæðan og skilningsríkan hátt.  Námskeið sem eg mæli með fyrir allar konur

Fjóla Héðinsdóttir

Hentar þetta námskeið þér?

Námskeiðið er fyrir þig ef...

  • Þú ert að finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins — eða vilt koma þér í gott jafnvægi og fyrirbyggja einkenni.

  • Þú hefur lokið breytingaskeiði og vilt finna finna leið til að blómstra á þessum nýja kafla í lífinu.

  • Þú vilt skilja betur hvað líkaminn þarf núna, fá stuðning og verkfæri til að auka orku og finna jafnvægi.

  • Þú ert tilbúin að stíga lítil skref sem safnast smám saman upp í varanlegar breytingar.

  • Þú vilt vera hluti af samfélagi kvenna sem deila reynslu sinni, styðja hvor aðra og skapa samstöðu.

  • Þú finnur fyrir þrá eftir dýpra sambandi við sjálfa þig, lífið og aðrar manneskjur.

Námskeiðið er ekki fyrir þig ef...

  • Þú ert að leita að skyndilausn án þess að vilja skoða dýpri breytingar sem styðja við heilsu og vellíðan.

  • Þú ert ekki opin fyrir því að prófa litlar lífstílsbreytingar eða nýjar leiðir.

Þetta er hægt...

Það eina sem hindrar okkur í að ná árangri eru okkar eigin hugmyndir um okkur sjálfar og takmörk okkar eða tækifæri

Bara þú getur gert alvöru úr markmiðunum þínum.

Það sem þú lærir á Blómstraðu á breytingaskeiði

Námskeiðið skiptist í sex lotur; hver lota er tvær vikur. Þú lærir að kortleggja taugakerfið og hvað þú þarft til að koma því í jafnvægi og byggja upp seiglu. Um meltingu og mataræði sem styður þig á breytingaskeiði og eftir það. Og verkfæri sem hjálpa þér að auka orku, kyrra hugann og bæta einbeitingu.

1. Jarðtenging og öryggi - finndu þinn takt

Finndu aukið öryggi í líkamanum í daglegu lífi með einföldum venjum sem róa taugakerfið og styðja við svefn.

Samband hugar og líkama. Lærðu að þekkja ástand taugakerfisins og velja það sem styður þig.


Svo þú getir:

- Fundið ró og stöðugleika í daglegu lífi.

- Bætt svefninn og fundið taktinn.

- Hlustað betur á líkamann og haft hann að leiðarljósi.

2. Nærandi flæði - jafnvægi og gleði

Að hlusta á líkamann innan frá. Að hvíla í líkamanum og njóta. Nærandi gleðistundir, vökvun, olíunudd.

Uppgötvaðu hvernig það að hlúa að þér getur umbreytt bæði orku og skapi, og fáðu dýpri skilning á því hvað líkami og hugur þurfa til að blómstra.


Svo þú getir:

- Fundið stöðugleika og haft jafnari orku.

- Upplifað meiri gleði og sjálfsnæringu.

- Dregið úr áreiti og valið það sem styður þig.

3. Úrvinnsla og næring - Melting og mörk

Lærðu að halda meltingareldinum gangandi og hvað líkaminn þarf til að nærast á breytingaskeiði. Mataræði sem styður þig, Uppskriftir og leiðsögn.

Sjálfsmildi og innri gagnrýni. Hvað þarf ég til að geta slakað á?


Svo þú getir:

- Borðað meira meðvitað og hlúð vel að góðu matarææði án öfga og í takt við þinn líkama.

- Sagt „já“ og „nei“ með festu og mýkt.

- Melt streitu og reynslu án þess að tæmast.

4. Hjartaró - mildi og tenging

Finndu jafnvægið milli samkenndar, tengsla og eigin þarfa. Sögur af seiglu. Tilfinning fyrir samfélagi og styrk.

Lærðu að höndla innri gagnrýni, að mæta kvíða og næra vellíðunartaugina. 

Svo þú getir:

- Lært að róa taugakerfið á örfáum mínútum þegar þú þarft.

- Tengst öðrum án þess að tæmast .

- Sýnt þér mildi og upplifað jákvæðara sjálfstal.

5. Þín rödd – skýrleiki og kyrrð

Skapaðu þér rými mitt í áreitinu, hlustaðu dýpra. Öndun og möntrur.

Tilfinningar og þarfir. Finndu hvernig kyrrð og skýrleiki geta orðið leiðarljós í ákvörðunum og lífsstefnu.


Svo þú getir:

- Forgangsraðað skýrt og án sjálfsásakana.

- Sagt það sem skiptir máli með festu og mildi.

- Fundið meira frelsi frá áreiti og hlustað dýpra.

6. Vertu leiðtogi í eigin lífi

Sameinaðu það sem hefur virkað fyrir þig og stígðu fram með mýkt og sjálfstraust sem þú finnur í líkamanum.

Mótaðu þína eigin 90 daga áætlun til að styðja þig áfram eftir námskeiðið með stuðningi og korti sem við búum til í sameiningu.


Svo þú getir:

- Fest venjur í sessi og haldið áfram á þínum hraða.

- Treyst innsæinu, fundið skýra stefnu.

- Verið leiðtogi í eigin lífi.

Andardrátturinn er brú

milli hugar og líkama

Það sem þú lærir námskeiðinu Blómstraðu á breytingaskeiði

Námskeiðið er í sex lotum sem hver er tvær vikur. Þú lærir að kortleggja taugakerfið og hvað þú þarft til að koma því í jafnvægi og byggja upp seiglu. Um meltingu og mataræði sem styður við þig á breytingaskeiði og eftir það og færð verkfæri sem hjálpa þér að auka orku, kyrra hugann og auka einbeitingu.

1. Jarðtenging og öryggi - finndu þinn takt

Finndu aukið öryggi í líkamanum í daglegu lífi með einföldum venjum sem róa taugakerfið og styðja við betri svefn. Uppgötvaðu hvað styður líkama þinn í að finna jarðtengingu og kyrrð.

Fáðu innsýn í hvernig líkami og hugur tala saman og hvað taugakerfið þarf til að finna stöðugleika og styrk


Svo þú getir:

- Fundið ró og stöðugleika í daglegu lífi,

- Bætt svefninn og fundið taktinn

- Hlustað betur á líkamann og haft hann að leiðarljósi

2. Nærandi flæði - orka sem nærir þig

Lærðu að næra þig í stað þess að tæma orkuna þína með daglegum gleðistundum, hvíld og einföldum venjum sem gefa líkamanum kraft, seiglu og jafnvægi

Uppgötvaðu hvernig það að hlúa að þér getur umbreytt bæði orku og skapi, og fáðu dýpri skilning á því hvað líkami og hugur þurfa til að blómstra.


Svo þú getir:

- Fundið stöðugleika og haft jafnari orku

- Upplifað meiri gleði og sjálfsnæringu,

- Dregið úr áreiti og valið það sem styður þig.

1. Jarðtenging og öryggi - finndu þinn takt

Finndu aukið öryggi í líkamanum í daglegu lífi með einföldum venjum sem róa taugakerfið og styðja við betri svefn. Uppgötvaðu hvað styður líkama þinn í að finna jarðtengingu og kyrrð.

Fáðu innsýn í hvernig líkami og hugur tala saman og hvað taugakerfið þarf til að finna stöðugleika og styrk


Svo þú getir:

- Fundið ró og stöðugleika í daglegu lífi,

- Bætt svefninn og fundið taktinn

- Hlustað betur á líkamann og haft hann að leiðarljósi

2. Nærandi flæði - orka sem nærir þig

Lærðu að næra þig í stað þess að tæma orkuna þína með daglegum gleðistundum, hvíld og einföldum venjum sem gefa líkamanum kraft, seiglu og jafnvægi

Uppgötvaðu hvernig það að hlúa að þér getur umbreytt bæði orku og skapi, og fáðu dýpri skilning á því hvað líkami og hugur þurfa til að blómstra.


Svo þú getir:

- Fundið stöðugleika og haft jafnari orku

- Upplifað meiri gleði og sjálfsnæringu,

- Dregið úr áreiti og valið það sem styður þig.

3. Úrvinnsla og næring - Melting og mörk

Ræktaðu innri eldinn þinn þannig að hann styðji meltingu, orku og skýr mörk án þess að brenna upp.

Lærðu að halda meltingareldinum gangandi og hvað líkaminn þarf til að nærast á breytingaskeiði


Svo þú getir:

- Borðað meira meðvitað og hlúð vel að góðu matarææði án öfga og í takt við þinn líkama

- Sagt „já“ og „nei“ með festu og mýkt,

- Melt streitu og reynslu án þess að tæmast.

5. Þín rödd – skýrleiki og kyrrð

Skapaðu þér rými mitt í áreitinu, hlustaðu dýpra og tengdu við þína eigin rödd og framtíðarsýn.

Finndu hvernig kyrrð og skýrleiki geta orðið leiðarljós í ákvörðunum og lífsstefnu.


Svo þú getir:

- Forgangsraðað skýrt og án sjálfsásakana,

- Sagt það sem skiptir máli með festu og mildi

- Fundið meira frelsi frá áreiti og hlustað dýpra.

4. Hjartaró - mildi og tenging

Finndu jafnvægið milli samkenndar, tengsla og eigin þarfa.

Lærðu að höndla innri gagnrýni, að mæta kvíða og næra vellíðunartaugina. 

Svo þú getir:

- Lært að róa taugakerfið á örfáum mínútum þegar þú þarft

- Tengst öðrum án þess að tæmast 

- Sýnt þér mildi og upplifað jákvæðara sjálfstal

6. Vertu leiðtogi í eigin lífi

Sameinaðu það sem hefur virkað fyrir þig og stígðu fram með mýkt og sjálfstraust sem þú finnur í líkamanum.

Mótaðu þína eigin 90 daga áætlun til að styðja þig áfram eftir námskeiðið með stuðningi og korti sem við búum til í sameiningu.


Svo þú getir:

- Fest venjur í sessi og haldið áfram á þínum hraða

- Treyst innsæinu, fundið skýra stefnu

- Verið leiðtogi í eigin lífi.

Verkfæri sem styðja þig í daglegu lífi

Á námskeiðinu færðu sambland af fræðslu, hagnýtum æfingum og lifandi stuðningi: Hreyfing • öndun • innri hlustun • vikuleg leiðsögn & fræðsla • hvetjandi kvennahringur

Vikulegir fyrirlestrar
Fræðsla sem hjálpar þér að skilja betur hvað er að gerast á breytingaskeiðinu — og hvernig þú getur brugðist við á náttúrulegan og nærandi hátt.

Hreyfing, öndun og hugleiðsla
Æfingar fyrir líkama og taugakerfi sem róa hugann, styðja svefn og auka orku og koma jafnvægi á taugakerfið. Þú færð upptökur í mismunandi lengd svo þú getir valið það sem hentar þér best hverju sinni.

Hugarfar og lífsstefna
Samtal og einföld verkfæri sem hjálpa þér að endurskoða hugarfar, styrkja sjálfstraustið og móta skýrari stefnu fram á við.

Vikulegir Zoom fundir
Þar sem þú getur spurt spurninga, fengið stuðning og tengst öðrum konum á sömu vegferð. Upptökur eftir hvern tíma til að hlusta á ef þú missir úr tíma.

Samfélag kvenna
Það ætti engin kona að ganga ein í gegnum breytingaskeiðið. Hér færð þú öruggt rými í félagsskap annarra kvenna sem styðja og hvetja þig.

Hlé yfir jólin (2 vikur):

Ekkert nýtt kennsluefni né zoom tímar. En áfram stuðningur og aðgangur að öllu kennsluefninu. Þannig að í raun er námskeiðið 14 vikur.

Sérstök viðbót

Þegar þú skráir þig á námskeiðið færðu ekki aðeins 12 vikna námskeiðið sjálft — heldur líka þessi gagnlegu viðbótarverkfæri sem styðja þig á leiðinni:

Friðsælt hjarta. Endurnærandi hvíldarstundir

Tvær tveggja tíma endurnærandi stundir þar sem þú færð tækifæri til að setjast inn í kyrrð hjartans og fylla tankinn. Jóga, öndun, möntrur og djúpslökun. Næring fyrir taugakerfið og opnar hjartað. Markþjálfun og líkamsvitund.

Að anda er að lifa

Notalegt og nærandi örnámskeið þar sem þú kynnist leyndardómum andardráttarins og endurnærandi áhrifum hans.

Öndunaræfingar styðja þig í að draga úr streitu, auka orku og koma á dýpra jafnvægi. Sem er grunnurinn að bættri heilsu á breytingaskeiðinu og langt út fyrir það.

Hvað gerist eftir að þú skráir þig?

  • Staðfesting og aðgangur: Tölvupóstur með staðfestingu og aðgangi að námssvæðinu + fyrstu skrefum.

  • Efni og upptökur: Stuttar kennslur og æfingar sem þú getur byrjað á strax. Allt efni er aðgengilegt á sama stað.

  • Samfélag og stuðningur: Aðgangur að öruggu rými til spurninga, hvatningar og deilingar.

  • Bónus: Að anda er að lifa — örnámskeið um öndun (aðgangur strax).

  • Aðstoð: Spurningar? [email protected]

Kostnaður - þín fjárfesting í þér:

Blómstraðu á breytingaskeiði: 12 vikna námskeið fyrir bætta líðan á breytingaskeiði.

Námskeiðið er ekki bara aðferð heldur stórt skref í áttina að því að koma jafnvægi á líf þitt á breytingaskeiði. Ef þú ert tilbúin byrja að setja sjálfa þig, heilsu og vellíðan í fyrsta sæti þá færðu hér það sem þú þarft.

Mín aðferð byggir ekki á hormónum eða lyfjum. En getur samt vel nýst þér ef þú ert að taka hormónaupbót eða lyf. Hvaða leið sem þú velur að fara þá er nauðsynlegt á þessu æviskeiði að skoða lífsstílinn og bæta lífsgæðin.

Fullt verð 149.000 . Sérverð fyrir þátttakendur á 3ja daga námskeiði: 127.000

Innifalið í verði:

  • 12 vikna námskeið með vikulegum fyrirlestrum og Zoom fundum (upptökur ef þú missir af)

  • Æfingar, öndun og upptökur sem styðja orku og ró í daglegu lífi

  • Stuðningur og samfélag kvenna á sömu vegferð

  • Aukaverðmæti í formi viðbóta sem nýtast þér áfram

Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið. Athugaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Hér færðu þann stuðning sem þú þarft til að blómstra

Ég er í streitusamri vinnu og finn hvernig hugleiðsla gefur mér slökun. Mér finnst hugurinn hafa róast og ég er með verkfæri til að stilla hann af. Það er frábært að setja sér markmið og skrá það niður, ég er komin með jóga-horn hér heima. Ég er að verða háð þessu!

Það að þekkja líkamsgerðina mína eykur skilning minn á því sem ég þarf.

Ég er mjög ánægð með uppskriftirnar og hef verið að elda eftir þeim.  

Þetta námskeið er svo heimilislegt, það er ekkert stress sem fylgir því, eingöngu notalegheit og góð fræðsla. 

Frábært námskeið í alla staði og gott að geta tekið þetta á manns eigin hraða,. Fyrirlestrar og umræðutímar að eigin vali.

Bestu þakkir fyrir mig.

Þórey Jónsdóttir

Það er erfitt að átta sig á að þau verkefni sem fylgja uppeldi og að koma sér fyrir er að mestu lokið og að það er enginn sem tekur stóran hluta af þínum tíma.

Það sem ég finn mestan mun á er að ég er mun rólegri og afskappaðri. Finn líka fyrir mikilli gleði og spenningi. Það er eitthvað sem hefur breyst.

Ég gaf mér svigrúm og tækifæri til að hafa mig framar í forgangsröðunni.

Mér finnst æfingarnar frábærar á morgnanna og öndun skiptir miklu máli.

Guðrún var frábær leiðbeinandi og gaf sig alla í þetta. Svo hvetjandi, vel undirbúin og jákvæð.

Frábært námskeið og hverjar krónu virði. Takk innilega fyrir mig

Hrefna Zoega

Ég fann til að byrja með betur fyrir því hvað ég hef verið út og suður með hugann og nánast alltaf i viðbragðsstöðu

Ég finn að öndunaræfingarnar gera mér mjög gott.

Hugsunin hefur breyst og ég hlusta betur á líkamann. Ég tek meira tillit til sjálfrar mín þegar er mikið álag.

Það er bara svo margt gott og fallegt við námskeiðið sem vekur mig til umhugsunar, bæði um mig og lífið almennt. Breytingaskeiðið er þvílíkt breytingaskeið sem tekur tíma að vinna úr.

Námskeiðið er ferðalag inn á við 🩷 Vel uppsett námskeið og góðar leiðbeiningar að fara eftir. Mæli með.

Katrín Malmquist Karlsdóttir

Við erum ekki að tala um skyndilausnir

Heldur að koma heilsunni og orkunni í góðan farveg og fara að njóta þessara dýrmætu ára.

En ertu tilbúin?

Það er til tilvitnun í Hugh Laurie þar sem hann segir "Mér finnst það hræðileg synd að bíða þangað til þú ert tilbúin. Það er ekki til neitt sem heitir að vera tilbúinn. Það sem er til er bara hér og nú. Og það er kannski alveg eins gott að gera hlutina núna. Svona almennt þá er núna bara nokkuð góður tími".

Þegar við segjum að við séum ekki tilbúin þá eru oft ótti og fullkomnunarárátta kraumandi undir niðri. Ótti við að mistakast, ótti við að vera ekki nógu góð, ótti við að vera dæmd, ótti við að eitthvað verði of mikið.

En það er líka eitthvað spennandi við það að taka stökkið. Að trúa á sjálfa sig, áður en rökhugsunin tekur yfir.

En jafnvel þó rökhugsunin nái yfirhöndinni, þá myndi hún líklega styðja þig. Hún myndi líklega hafa orð á því að það að næra líkamann og koma jafnvægi á hormónin og heilsuna, með stuðningi samfélags sem vill líka gera það sama, sé kannski ekki svo vitlaus hugmynd.

Ég lít breytingaskeiðið jákvæðum augum og er nú með fullt af verkfærum í kistunni.“

Fjóla Héðinsdóttir

Algengar spurningar

Hvernig er uppbygging námskeiðsins?

Námskeiðið er 12 vikur, skipt niður í 6 lotur (tvær vikur hver). Hver lota leggur áherslu á lykilþætti eins og taugakerfið, hormónaheilbrigði, næringu/meltingu, hvíld & svefn og tilfinningalega vellíðan. Í hverri lotu eru stuttir fyrirlestrar, verklegar æfingar og leiðsögn til að innleiða breytingar í smáskrefum.

Þú ert leidd í gegnum ferðalagið með persónulegum stuðningi og þjálfun, þar sem þú færð tækifæri til að fá svör við spurningum og speglun á þinni vegferð. Þetta er djúpt umbreytandi ferðalag, hannað til að styðja þig í að skapa raunverulegar breytingar í daglegu lífi.


Hversu miklum tíma þarf ég að verja í námskeiðið í hverri viku?

Það tekur um 1-2 tíma í hverri viku að horfa á myndböndin, ljúka æfingum og íhuga efni hverrar lotu. Námskeiðið er hannað til að passa inn í annasamt líf, og með breytingum sem þú getur innleitt á þínum hraða.

Þarf ég að hafa einhverja reynslu af jóga eða heildrænni nálgun?

Nei, engin fyrri þekking er nauðsynleg! Námskeiðið er opið öllum og ég gef góðar útskýringar svo þú getir aðlagað hlutina að þér og þínum þörfum

Get ég óskað eftir styrk frá mínu stéttarfélagi?

Já flest stéttarfélög styrkja námskeiðið. Það getur bæði fallið undir sjálfshjálparnámskeið, hreyfingu og fleiru í þá áttina.

Hvað ef ég get ekki tekið þátt á zoom, ef ég missi af viku eða verð á eftir?

Zoom tímarnir eru teknir upp svo þú getur horft eftirá. Námskeiðið er sveigjanlegt og þú getur alltaf nálgast efnið á þínum tíma. Markmiðið er að ná árangri, ekki fullkomnun!

Hvernig er þetta námskeið frábrugðið öðrum námskeiðum fyrir konur á breytingaskeiði

Blómstraðu á breytingaskeiði er einstakt vegna heildrænnar nálgunar og þess hvernig við vinnum með líkamann sem leiðarljós. Þú færð innsýn í líkamsgerðina þína og hvernig hún getur varpað ljósi á þarfir þínar á breytingaskeiðinu – ásamt öðrum einföldum, náttúrulegum leiðum til jafnvægis.

Það sem gerir námskeiðið öðruvísi er að þú ert ekki ein með efnið – þú færð leiðsögn, persónulegan stuðning og þjálfun alla leið. Við sameinum fræðslu, líkamsmiðaða iðkun og samfélag kvenna sem styður við þig á ferðalaginu.

Þetta er ekki skyndilausn heldur djúp umbreytandi vegferð í 12 vikum, þar sem þú byggir upp verkfæri og venjur sem skapa varanlega breytingu, jafnvægi og innri styrk.

Er stuðningur í boði allan tímann á meðan á námskeiðinu stendur?

Já. Þú hefur aðgang að samfélagi þar sem þú getur deilt reynslu þinni og fengið stuðning. Einnig verða tækifæri til að spyrja spurninga og fá sérstakar leiðbeiningar frá mér.

Þarf ég að fylgja ströngum reglum í sambandi við mataræði?

Það eru engar strangar mataræðisreglur. Námskeiðið veitir frekar leiðbeiningar um mat sem eflir orku, stuðlar að hormónajafnvægi og bætir meltingu út frá heildrænni nálgun. Þú færð hvatningu til að gera breytingar sem henta þér á þínum forsendum. Þú lærir að þekkja þína líkamsgerð og yfirleitt eru ráðin fyrir þína líkamsgerð líka eitthvað sem þú sækir í eðlislægt.

Get ég tekið þátt í námskeiðinu ef ég er á hormónameðferð?

Já, námskeiðið er hannað til að vera styðja við aðrar leiðir, þar með talið hormónameðferð. Við leggjum áherslu á heildræna nálgun og lífsstíl sem styður við þig á þinni vegferð

Hvernig verður fyrirkomulagið yfir jólin?

Við tökum tveggja vikna jólahlé fyrir hvíld og samþættingu. Á þessu tímabili birtist ekkert nýtt efni, en þú hefur áfram aðgang að samfélaginu, upptökum og léttum stuðningi. Ég er tiltæk fyrir spurningar á netinu og þú getur valið styttri æfingar (öndun, jóga nidra, hugleiðslu) ef þú vilt halda mjúkum takti.
Hléið er hluti af námskeiðinu og kennsluvikurnar eru samt alls 12. Svo í raun er námskeiðið 14 vikur alls.

ERTU MEÐ FLEIRI SPURNINGAR?

Vantar þig aðstoð eða ertu með spurningar? Sendu mér tölvupóst á [email protected]

Ef þú vilt getum við hist í stuttu netspjalli og farið yfir málin til að sjá hvort námskeiðið hentar þér.

Breytingaskeiðið er ekki hindrun heldur tækifæri

Það sem við gerum fyrir okkur sjálfar gefur okkur möguleika á að eiga gott og spennandi líf. Við þurfum bara að gera nokkrar breytingar. Og NÚNA er rétti tíminn til þess.

Heilsan er okkar auður. Og meira eftir því sem við eldumst. Blómstraðu á breytingaskeiði er fjárfesting í heilsunni.

Okkar hlutverk á þessu stigi lífsins er að kynnast líkamanum betur og hlusta dýpra. Við erum búnar að eyða löngum tíma ævinnar í að þjóna öðrum, jafnvel á kostnað okkar eigin heilsu. 

Ég býð þér með í ferðalag í samfélagi við aðrar konur á sömu leið.

Kemurðu með?