Lærðu að skilja einkennin þín og hvað veldur þeim
Undirliggjandi ástæður fyrir breytingaskeiðseinkennum.
Hormónaheilsa og lífsstíll og hvernig þessir þættir geta haft áhrif á skap, orku og svefn.
Litlar breytingar sem geta haft mikil áhrif á orkuna þína
Lærðu hvernig breytingar á mataræði og lífsstíl geta hjálpað þér að draga úr bólgu og auka orku. Og hvernig tilfinningajafnvægi og góð tengsl milli hugar og líkama geta aukið vellíðan í daglegu lífi.
Hannaðu þína áætlun fyrir góða heilsu á breytingaskeiði
Lærðu hvernig þú getur skapað þína heilsuáætlun sem rúmast fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs með áherslu á næringu, hreyfingu og hugarfar.
Fáðu innsýn í heildrænar venjur sem styðja þig í að
kveðja erfið einkenni og njóta þessa tíma í lífinu.
Þú ert að glíma við breytingaskeiðseinkenni eins og hitakóf, þyngdaraukningu, kvíða, heilaþoku eða truflaðan svefn og vilt kynnast áhrifaríkum náttúrulegum leiðum til að höndla betur einkennin þín.
Þú ert ekki byrjuð á breytingaskeiði en vilt fræðast um þennan tíma sem framundan er. Og eins ef þú hefur lokið tíðahvörfum en finnur enn fyrir einhverjum einkennum.
Þú ert þreytt og orkulaus og ert að leita að leiðum sem virka til að endurheimta lífsorkuna og eiga gott og skilningsríkt samband við líkamann
Þú ert tilbúin að nálgast breytingaskeiðið sem tíma vaxtar og valdeflingar en ekki sem hnignun. Og vilt búa til áætlun til að leiðbeina þér í gegn um þennan tíma í lífinu.
Þú ert forvitin að kynnast náttúrulegum og heildrænum leiðum til að takast á við breytingaskeiðið en veist ekki hvar þú átt að byrja.
Ég býð upp á stuðning og fræðslu fyrir konur á breytingaskeiði. Ég rek jóga- og heilsustöðina Andartak og hef starfað við heildræna heilsuráðgjöf í um 30 ár auk þess að kenna jóga og leiðir til að auka líkamsvitund og styrkja tengslin milli hugar og líkama.
Á þessum tíma hef ég sótt mér heilmikla menntun á sviði heildrænnar heilsu og líkamsvitundar, jóga og ayurveda. Ayurveda kennir okkur að lifa í takti við náttúruna og okkar sönnu náttúru.
Í gegn um mína vinnu og eigin reynslu hef ég öðlast góða innsýn í breytingaskeiðið og þau tækifæri sem þar leynast. Í mínum huga er líkami okkar meira en bara læknisfræðilegt fyrirbæri og hann kann þá list að sigla í gegn um breytingar betur en við getum ímyndað okkur.